7.9.2007 | 20:37
Nóg að gera
Þegar komið er að lokum vinnuviku þá fer maður að hugsa hvað á að gera um helgina eða er það ekki? Þessari helgi verður eytt meira og minna í vinnunni. Það veit ég og vissi svo sem fyrir en það eru nú ekki allir ánægðir með það í minni fjölskyldu.
Annars hefur maður verið hálf niðurdregin frá því í gær þegar Guðrún sys hringdi í mig og sagði mér frá andláti Helgu Karólínu 38 ára konu frá Kópaskeri sem við Sigurgeir kynntumst í vor. Mjög geðug kona sem bar veikindi sýn ekki á torg þó hún væri búin að fá heilblóðfall og væri öryrki, einstæð móðir þriggja barna. En svona er víst lífið. Við eigum öll okkar tíma en vitum ekki hversu langur hann er.
Í gærkveldi hittumst við sex skólasystur á Greifanum til að kveðja Systu en hún er að flytja suður um helgina. Ég á eftir að sakna hennar það eitt er víst, því betri félaga er erfitt að finna. Alltaf jákvæð, hress og bjartsýn en við eigum nú eftir að hittast fljótlega aftur.
Aðalheiður Karen fór í nefkyrtlatöku í gær og einnig voru rörin fjarlægð úr eyrunum hennar. Halldóra sagði að hún hefði verið eins og ljós hjá lækninum og eftirköst engin sem betur fer. Vonandi heyrir hún nú rétt hljóð því rörin voru víst orðin eitthvað skítug:)
Heimir og Eva fóru í útilegu í dag með skólanum. Þetta er partur af einhverjum útivistaráfanga sem þau sækja bæði. Vonandi verður ekki mjög kalt hjá þeim í tjaldinu í nótt og rignir ekki mikið á þau á göngunni Mamma gamla hugsar allavega til þeirra.
Læt þetta duga í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Athugasemdir
Mikið skil ég þig vel. Ég frétti í vikunni af andláti fyrrum samstarfskonu sem barist hafði við krabbamein í mörg ár. Hún var á svipuðum aldri og ég og skildi eftir sig eiginmann og ungan son. Þetta er hræðilegt.
Steingerður Steinarsdóttir, 10.9.2007 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.