3.9.2007 | 21:32
Þankar
Helgin er liðin og hversdagsleikinn tekinn við. Það var mjög gaman hjá okkur hér á laugardagskvöldið þegar ég loksins efndi loforð mitt um að bjóða Birgi í mat. Við hringdum líka í Gunna og Önnu en Gunni var þá einn heima við buðum honum auðvitað í mat líka sem sagt ég ein með þeim körlunum, það skipti mig þó engu máli því mér þótti ég bara í góðum félagsskap. Lambið á grillinu klikkaði ekki og rauðvínið rann ljúflega niður með því. Eftir mat fóru þeir svo að taka lagið félagarnir og fljótlega bættist sá fjórði við en það var Baldvin sem býr hér hinumegin við götuna. Biggi tók auðvitað í gítarinn og hinir sungu með. Eins og góðra manna er siður þá var hætt þegar leikar stóðu sem hæst þannig að það verður bara gaman að endurtaka þetta síðar. Það fer auðvitað að styttast í að kóræfingar hefjist hjá þeim köppum og þá líka meira um að menn hittist og geri sér glaðan dag.
Á sunnudag fórum við í langan göngutúr komum við í Bakaríinu við brúna og fengum okkur kaffi. Löbbuðum svo heim og fórum hreinlega í sólbað á þessum öðrum degi september mánaðar. Þvílík blíða sem var hér þann daginn. Skömm að hafa ekki nennt í berjamó það er ekki víst að það komi svona blíða á næstu dögum. Ég sem á eftir að tína hrútaber í hlaup.
Jæja ég er enn að bræða með mér hvort ég segi upp í vinnuni um næstu mánaðarmót eða hvað en það mun skýrast nú á allra næstu dögum. Það er ekki margt í boði hér um þessar mundir en það er alltaf hægt að fara í útlegð suður eða hvað sem er. Ég gæti t.d. bjargað börnunum sem vantar gæslu eftir skóla í Reykjavík:)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 4.9.2007 kl. 09:09 | Facebook
Athugasemdir
Æj það væri nú bara gaman að fá ykkur pabba hingað á Suðurhornið held ég :) Annars held ég að það sé að hausta hjá okkur eftir sólríkt sumar. Maður verður eitthvað svo leiður og niðurdreginn þegar veðrið er eins og það er, búið að mígrigna á mann hérna fyrir sunnan og komið hávaðarok í kaupbæti!
Eigum við kannski bara að skreppa í sólarferð og sjá hvort lifni ekki yfir okkur? ;)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 12:10
Þetta er langsóttur draumur vina mín ég kæmi þá bara ein og fengi kannski að gista á sófanum hjá þér
Aðalheiður Magnúsdóttir, 4.9.2007 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.