Góðir gestir og fl.

Í gærkveldi fengum við góða gesti í mat þ.e. Ásu systur hennar mömmu og Hans manninn hennar en þau hafa verið búsett í Svíþjóð frá því að þau giftust 1970 eða u.þ.b. Mamma og pabbi voru auðvitað líka. Þetta var yndisleg kvöldstund sem ég var mjög ánægð með því ég hélt að þau hjón yrðu kannski farin suður aftur þegar ég kæmi heim.

Augun eru annars í góðum gír ég fór í vinnu í gær og var þar í 8 tíma þannig að ég tel það bara gott. Heimir og Eva byrjuðu bæði í skólanum í gær og svo byrjar Heimir að vinna í Hagkaup í dag. Þá fer nú lífið að verða komið í eðlilegt horf eftir sumarið. Reyndar er pínulítið skrítið að vera ekki á leið í skóla núna. Enda hef ég undanfarið skoðað öll þau námskeið sem auglýst hafa verið hvort heldur er í stjórnun eða bókhaldi. Held nú samt að það séu allir sáttir við að ég verði nú bara róleg með það í vetur.

Þegar ég flaug norður á sunnudaginn varð skotta mín ekki kát hún vildi sko fara með ömmu í flugvélina og gat ekki meðtekið að það væri ekki hægt núna Frown enda ekki skrítið maður skilur ekki allt þegar maður er tveggja ára. En hvað um það ég vona að ég sjái þau fljótlega aftur.

Um næstu helgi stendur til að fara út að borða hér í vinnunni það á að fara í Gamla Lund og borða þar, ekki veit ég hvað verður fleira á dagskrá en það verður eflaust eitthvað skemmtilegt. Allavega ætla ég að skemmta mér og vona að það verði góður kjarni sem mætir þarna. Þetta er nokkurskonar árshátíð hér í Ráðhúsinu sem átti að vera síðastliðið vor en frestaðist alltaf vegna veðurs því þá stóð til að fara út í Hrísey.

Höfum þetta ekki lengra að sinni það þarf að vinna

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband