Lasik

Jæja nú er það fyrsta færsla eftir lasik aðgerðina sem heppnaðist mjög vel. Ég nota eingöngu sólgleraugu í dag þarf að hafa þau þegar ég er úti næstu 2 vikur. Gaman sér í lagi þegar það rignir. Aftur á móti hef ég ekki átt sólgleraugu fyrr en nú síðan ég var barnSmile Ég sat í gær og horfði á sjónvarp og las texta á sjónvarpinu án þess svo mikið sem píra augun sem ég gerði þó svo að ég væri með gleraugun á nefinu þannig eð ég segi bara ef þið eruð í vafa um að fara í svona aðgerð látið slag standa ef þið fáið grænt ljós hjá augnlækninum þetta er minna mál en að fara til tannlæknis og líka minna mál en að fara í blóðprufu. Ætla nú samt ekki að skrifa meira í dag því ég á ekki að horfa mikið í tölvuskjá strax. Læt fylgja hér mynd af mér með fínu gleraugun sem maður skartar fyrsta daginn eftir aðgerð Aðalheiður Karen segir þetta vera íþróttaálfs gleraugu.

aðgerðardagur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

til hamingju með aðgerðina .. ég fór í svona aðgerð fyrir einu og hálfu ári síðan og er hæst ánægð .. það kemur að vísu smá bakslag hjá flestum , mikill augnþurkur og sjónleiðindi fyrstu 3-6 mánuðina en svo er þetta bara eingöngu frábært og það skemmtilegasta er að geta verið með falleg/ pæjuleg  sólgleraugu

Margrét M, 24.8.2007 kl. 11:30

2 identicon

Frábært hvað þetta hefur tekist vel. :)

Kristín (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:18

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til hamingju með þetta. Ég er einmitt að hugsa um að fara í svona aðgerð. Læt svo sannarlega slag standa ef ég fæ grænt ljós frá doksa.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.8.2007 kl. 19:20

4 identicon

Til hamingju, elsku frænkan mín, ég get svo sannarlega skilið að þér þyki gaman að geta fengið þér og gengið með flott sólgleraugu. Og að sjá svona vel gleraugnalaus, þetta er æði.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband