Á leið í flug

Þá er að koma að því, fer í flug eftir þrjá tíma og ætla að njóta það sem eftir lifir dags með dótturinni, tengdasyninum og ömmuskottunni. Aðgerðin er svo á morgunn og þá er vonandi lokið 37 ára veru gleraugna á mínu nefi allavega í bili:)

Eva María er að koma í dag þannig að hún hugsar allavega um Heimi  og Geiri ekki í vandræðum með sjálfan sig. Þegar Heimir er búin að fara til augnlæknis á föstudag ætla ég að láta hann fara í Griffil að ath. skólabækur skilst að þær séu mikið ódýrari þar en hér fyrir norðan. Fúlt samt ef ekki er hægt að hafa svipað verðlag á þessum bókum.

Það gerist ekkert í atvinnumálum hjá mér enn. Öll spennandi störf sem eru auglýst,eru í Reykjavík eða á því svæði. Kannski maður endi á suðurhorninu eins og hinir. Ég er líka orðin eitthvað verri því ég skoða endalaust hvað er í boði í endurmenntun og öðru slíku sem ég gæti haft gagn og gaman af. Hélt að ég hefði heitið því um síðustu áramót að fara ekki í meiri skóla. Ég held í sannleika sagt að ég hafi verið orðin svo þreytt þá að ég hafi bara ekki getað hugsað mér meira nám. Allavega þá hef ég rétt á að skipta um skoðun eins og aðrir.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra læt heyra frá mér þegar ég kem heim aftur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma mín, svona er þetta bara.. námsþorstinn hellist yfir fólk eftir því sem það eldist... að minnsta kosti þá sem ekki hafa klárað stúdent og háskóla áður en þeir fóru að eiga börn og hús og bíl og skuldir :)

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 14:09

2 identicon

Sælar, gaman að sjá að það sé fylgst með manni. Svar við spurningu þinni um sýninguna á Hrafnagili.

Nei ekki í ár. Við fórum í sumarfrí til Spánar og komum ekki heim fyrr en föstudagsmorguninn sýningardag. Kveðja Þuríður

Þuríður (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 19:23

3 identicon

Ég skal hugsa hlýtt til þín allan daginn á morgun, sem endranær. Þetta verður mikill munur fyrir þig, því hef ég kynnst á fólki í kringum mig, þó ekki á eigin skinni. Gangi þér vel.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:46

4 identicon

Gangi þér vel í augnaðgerðinni.

Kristín (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góða ferð, gangi þér vel í augnaðgerðinni og atvinnuleitinni. Ég held það væri bara fínt að fá þig hingað suður.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.8.2007 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband