Bráðum verða komin jól

Svei mér þá nú er alveg að koma haust og þá er nú stutt í jólin. Ástæða þess að ég er í þessum pælingum núna er að mér finnst tíminn fljúga áfram þessa dagana. Ættlaði að vera fyrir löngu búin að skrifa um útileguna og Fiskidaginn á Dalvík sem fram fór um síðustu helgi en tíminn hefur flogið svo nú er að koma helgi aftur.

Fiskidagurinn er merkilegt fyrirbrygði ég hef ekki áður farið í súpu á föstudagskvöldinu en gerði það núna ásamt stöllum mínum úr HA og mökum. Fyrst fengum við yndislega súpu hjá Marsý en fórum svo út að rölta. Þó svo að það hafi ekki verið nein læti kann ég aldrei við að sjá fólk með börn með sér þegar það er að staupa sig hvað þá þegar það gengur með kerru eða vagn með sígarettu í annarri og bjórflösku í hinni. Þetta er bara mín skoðun. Þetta er samt skemmtileg uppákoma og gaman að koma þarna.

Annars vorum við í útilegu í Árskógi í skemmtilegum hópi Keldhverfinga og maka þeirra. Við tjölduðum áður en við fórum í súpuna á föstudeginum, veðrið var svo sem ekki alveg það besta en allt í lagi samt nema á laugardagskvöldinu þá rigndi en það var ekki kalt að sofa og við tókum upp þurrt á sunnudeginum. Ég á kannski eftir að lauma inn myndum frá þessari útilegu þar sem rifjaðir voru upp gamlir tímar, sagt frá því sem er á döfinni og lagt á ráðin með að gera þetta að markvissum viðburði. Takk fyrir þessa helgi öllsömul.

Jæja nú þarf ég að finna eitthvað til að gleðja Geira minn með á morgunn því þá á hann afmæli karlinn. Þar til næst over and out

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með piltinn, skilaðu endilega til hans afmæliskveðju

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband