10.8.2007 | 07:52
Mál að linni
Er ekki komin tími til að hætta að þvarga yfir verslunarmannahelgini og viðurkenna að það hafði ekki mikil áhrif að setja aldurstakmark á tjaldstæðin. Veðurspáin var ömurleg og veðrið bauð ekki uppá útilegu allavega ekki á laugardag. Nú aftur á móti má ekki gleyma því að menn sem búa nálægt svæðum þar sem til að mynda tjaldstæði eða skemmtistaðir eru verða alltaf fyrir ónæði, það var ekki lítið búið að fara fram á einhverjar aðgerðir í sambandi við Vélsmiðjuna og Oddvitann hér í bæ en það voru íbúar við Strandgötu og annarra nærliggjandi staða sem voru óánægðir og eru örugglega enn. Hvað var gert fyrir þá? Var ekki bara gefið í skyn að menn skyldu bara selja og flytja ef þeim líkaði ekki að búa í skarkalanum. Jæja þetta er raus ég bý ekki nálægt skemmtistað né tjaldsvæði þannig að ég verð ekki fyrir ónæði, Gæti heldur aldrei búið á þessum stöðum því ég er svo svefnstygg.
Eftir vinnu í dag ætlum við skötuhjúin að láta okkur hafa það að fara í útilegu svo við getum skemmt okkur vel hvort heldur er með Dalvíkingum á Fiskidögum, Eyfirðingum á handverkshátíð eða Keldhverfingum í tjöldum gaman, gaman.
Bara að lokum hættum að þvarga um verslunarmannahelgina. Þetta er orðið hallærislegt.
Góða helgi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
"Í Húsafellsskógi eru tjaldstæði með salernisaðstöðu, vöskun og þvottahúsi.
Rafmagnstenglar fyrir felli- og hjólhýsi.
Auk aðalsvæðis við þjónustukjarna eru ný tjaldstæði á friðsælum og fallegum stað í Reyðarfellsskógi.
Öll tjaldstæðin eru fyrst og fremst ætluð fjölskyldufólki og þeim sem vilja njóta friðsældar í íslenskri náttúru, öðrum er vísað frá vegna fenginnar reynslu af slæmri umgengni."
Þó það sé ekki tekið fram beint aldurstakmark þá er þetta samt það sama og gert var á Akureyri :)
Góða skemmtun í útilegunni mamma mín :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.