8.8.2007 | 21:32
Margt í pípunum þessa dagana
Ýmislegt hefur verið gert síðustu daga. Um þessa yndislegu verslunarmanna helgi vorum við aðallega heimavið enda veðrið ekki til mikillar útiveru að mínu mati. Fórum þó í dýragarðin á Krossum á laugardag og skemmtum okkur vel. Aðalheiður Karen kunni vel að meta öll dýrin þar og einnig leikfanga bílana sem voru þar. Ekki má heldur gleyma ísnum sem daman fékk í 6°hita og rigningu + vöflum með rjóma. Eftir veruna á Krossum var keyrt niður á Hjalteyri og svo heim að Búlandi þar sem við kíktum aðeins heim á hlað. Veðrið var sem sagt leiðinlegt en dagurinn engu að síður góður. Um kvöldið fórum við skötuhjúin í partý til Sillu frænku og svo á Vélsmiðjuna. Ég kem seint með að skilja hvað fullorðið fólk er að hugsa sem fer með glösin sín út á dansgólf og brýtur þau þar er að hugsa. Allavega glerbrot og klístur á gólfum gerði það að verkum að ég fílaði engan vegin að staldra lengi við þarna.
Á Sunnudaginn fórum við aðeins í bæinn og hittum þar Erlu, Má og Hilmar buðum þeim til okkar í mat þannig að það voru 11 í mat þann dag. Grilluðum og höfðum það gott. Þau fóru svo ásamt Sigurgeir á brekkusöng, Halldóra og Dúi fóru í bíó og unga parið á rúntinn. Við nöfnurnar vorum heima og amma gamla kom skvísuni á skikkanlegum tíma í bólið.
Mánudagurinn fór í þvotta og húsverk hjá mér, Sigurgeir og Dúi gengu á Ysta Víkurfjall og þær mæðgur voru heima við. Heimir og Eva fóru á Siglufjörð eftir hádegið og Halldóra pakkaði niður, þau ætluðu suður kl. 17. Það breyttist og þau borðuðu kvöldmat hjá okkur ásamt Eyjólfi og börnum og mömmu og pabba. Litla fjölskyldan lagði ekki af stað fyrr en rúmlega 8 og var ekki komin suður fyrr en kl. eitt um nóttina. En þessi ágæta helgi er að baki.
Nú er beðið eftir þeirri næstu. Það er mæting í súpu hjá Marsý út á Dalvík á föstudag og svo er útilega með Keldhverfingum í Árskógi. verður örugglega gaman.
Í dag lét ég verða af því! Ég hringdi og pantaði tíma í augnaðgerð þann 22. ágúst er með hnút í maganum en mikið væri nú ljúft að losna við innréttinguna sem ég hef borið á nefinu frá ellefu ára aldri. Allavega þá læt ég slag standa með þetta.
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í kvöld, segi góða nótt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flott hjá þér að drífa þig í augnaðgerð. Þú valdir líka góðan dag til þess, mér finnst a.m.k. mjög vænt um 22. ágúst, það er brúðkaupsdagurinn okkar Ragnars. Ástarkveðjur
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.