Villur

Ég er búin að gera ítrekaða tilraun til að vista blogg á borðvélina mína en það kemur alltaf sama villan þ.e. að það sé neitað að vistina nema skráin sé dulkóðuð og að hún sé það ekki, veit einhver hvernig ég kemst út úr þessu dæmi. Þetta var ekki vandamál en poppar skyndilega upp núna

Það fór að rigna hér á þriðjudag og rigndi þá eins og hellt væri úr fötu, enda veitti svo sem ekki af vætunni því það er allt ansi þurrt hér. Í gær rofaði nú til aftur en það eru engin hlýindi  samt. Ég byrjaði að vinna aftur eftir fríið í gær, en Halldóra og Dúi komu til Akureyrar í fyrrakvöld. Skotta litla þarf ekki smá athygli frá þeim núna eftir að hafa verið í tvo daga ein með ömmu sinni enda ekki skrítið, samt þá spyr hún ekki einu sinni eftir þeim þegar hún er ein hér. Það er ekki mikið mál að hafa hana nema þá að ég sef ekki vel því ég er alltaf á nálum um að vakna ekki ef hún vaknar. Taugaveiklun á háu stigi:) Ekki spennandi veður til að fara í útilegu framundan allavega finnst mér það ekki. Það er samt viðbúið að það verði uppi fótur og fit þegar húsbóndinn á heimilinu kemur heim og vill halda áfram að búa í óbyggðum. Nema hann verði búinn að fá nóg eftir gönguna.

Heimir er veikur heima með ælupesti man bara ekki eftir honum svona lösnum síðan hann var lítill. Gott að hann er ekki á leið á útihátíð nema þá bara hér í bæ. Eva kom aðeins í gærkveldi kannski hann sakni hennar bara svona mikið að hann haldi engu niðri þar til hún kemur aftur á föstudagCool jæja ég má ekki stríða honum meðan hann er lasinn.

Þar til næst farið vel með ykkur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband