30.7.2007 | 20:34
Ísland í dag.
Í dag hafa margir verið í sjokki vegna atburðanna í Reykjavík í gær. Menn hafa tjáð sig um að fjölmiðlar ættu að láta vera að blása þessar hörmungar upp í fréttum, samt sem áður er þetta mál forsíðu frétt DV í dag. Skyldu menn aldrei getað hugsað til aðstandenda þeirra sem hlut eiga að máli?
Fréttum og kastljósi er ný lokið. Mikið finnst mér sorglegt þegar þingmenn láta hafa sig út í að koma fram með málflutning eins og Ágúst var með áðan. Hvaða rök eru fyrir því að við þurfum að herma eftir öðrum í einu og öllu, því má ekki hefta aðgengi manna að áfengi eins og mörgu öðru. Því þarf líka alltaf að segja að verðlag annarsstaðar sé miklu lægra en hér. Eru launin sem fólk hefur í þeim löndum sem miðað er við þau sömu og hér? Oft hefur mér fundist að það ætti eftir að skoða þá hlið málana. En hvað um það þeir sem þekkja til alkaholista vita að þeir drekka hvað sem rennur ef út í það er farið. Ég efast stórlega um að þeir sem verst eru haldnir myndu nokkuð kaupa sér áfengi þó svo að það væri ódýrara. Það sem ég óttast mest er að aldur þeirra sem drekka myndi lækka mikið þó ekki væri nema vegna þess að það yrði auðveldara fyrir krakkana að safna sér fyrir flösku eða slá saman í hana en er í dag.
Í morgunn las ég frásagnir erlendra skiptinema við HÍ sem bera dvölinni hér misvel söguna. Mest kom mér á óvart að skólinn skuli ekki vera búin að útvega þessum nemendum boðlegu húsnæði áður en þau koma. Einnig var sérstakt að lesa að fólk vildi ekki tala íslensku við þessa nema því það þyrfti sjálft að æfi sig í ensku.
Jæja þetta er hálf neikvætt og rauskennt blogg þannig að nú er kannski best að láta þetta gott heita í dag.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla nú bara að þakka kærlega fyrir brúðargjöfina. :)
Kristín (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 10:20
123
Aðalheiður Magnúsdóttir, 1.8.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.