28.7.2007 | 20:02
Reykjavík
Nú er ég búin að vera í borgini í 3 daga og er farin að hlakka til að koma heim. Búin að vera að farast úr höfuðverk þessa daga og tel það vera af hraðanum hér. Vildi nú samt taka fólkið mitt með mér norður sakna þeirra alltaf þegar ég hef það ekki nærri mér.
Nóg um það við mæðgur erum búnar að skottast þó nokkuð hér en nú er ég ein heima með nöfnu mína þar sem þau eru í brúðkaupi hjónakornin. Í dag fórum við í sund og svo í Kringluna þar sem ég hitti bæði Laufeyju með Lárus Björn og svo Kristbjörgu og Ragnar. Mikið fannst mér það gaman, eitt er heldur aldrei leiðinlegt það er að borða ís með Kristbjörgu en það gerði ég einmitt í Kringluni:) það var nú samt algjör tilviljun en þær eru líka skemmtilegastar. Takk fyrir þennan hitting Kibba mín vona að bakið sé batnað.
Jæja ég ætla að sinna ömmu skottinu mínu aðeins
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk sömuleiðis, Heiða mín, það var yndislegt að hitta ykkur. Já, það hljóp aldeilis á snærið hjá mér, annan eins þrumuís hef ég ekki borðað lengi. Ég lagðist í rúmið í Voltaren Rapid svefndrunga um leið og ég kom heim, en í dag líður mér miklu betur, var þó í matarboði til kl. 4 í nótt.
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.