20.7.2007 | 19:04
Komin í sumarfrí
Þá er loks komið að því ég er komin í sumarfrí. Á eftir er ég að fara út á Hjalteyri þar sem við ættlum að hittast sex skólasystur og fá okkur kaffi:) Það verður örugglega fínt. Hvað við gerum fleira í fríinu er óráðið en reikna þó með að við förum eitthvað austur um á morgunn. Kannski bara að líta yfir Kelduhverfið. Það er ekki amalegt að sitja hér núna og hlusta á soninn spila á gítarinn. Veðrið hefur verið yndislegt í dag en nú er spáð versnandi tíð þannig að kannski verð ég bara heima þar til ég fer suður.
Jæja nú er að taka sig til fyrir Hjalteyri þar til síðar over and out
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.