Hvað er í gangi

Hjá mér er frekar lítið í gangi þessa dagana. Nema hvað ég er að fara í sumarfrí á ný núna um helgina. Það stendur til að fara um Langanes á laugardag en annað er óráðið, enda rigningaspá um og eftir helgi. Ég er þó á leið til Reykjavíkur á fimmtudag í næstu viku og Sigurgeir fer þann sama dag vestur á Hornstrandir í viku gönguferð.

Nú er ég líka að velta fyrir mér hvort ekki er kominn tími til að leita sér að nýrri vinnu. Ég var ekki að læra til að sitja áfram í sama farinu. Það er ekki minn stíll að staðna svo gjörsamlega. Þannig að ábendingar um skemmtileg störf yrðu vel þegnar:)

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband