Helgin komin að lokum

Jæja þá er komið að lokum þessarar helgar. Því miður hefur hún liðið mjög hratt. Litla ömmuskottan farin heim með mömmu sinni og pabba og nú sjáumst við ekki í tæpar tvær vikur en þá fer ég suður að passa þessa elsku. Á morgunn er vinna og eitt starfsviðtal. Fróðlegt að skoða það. Annars er hugurinn á fullu að hugsa hvað maður vill taka sér fyrir hendur, ef þið þarna úti vitið um eitthvað spennandi starf þá væri gott að frétta af því. Annars þá sá ég að Steingerður klukkaði mig því ætla ég að láta fylgja hér 8 atriði um sjálfa mig.

1. Ég er ég sjálf og þoli ekki þegar fólk þykist annað en það er

2. Ég hef dýrann smekk fyrir fötum þó ég sé ekki merkja frík

3. Ég vil líka skartgripi úr gulli ekkert skran.

4. Ég er handavinnu og handverks sjúklingur , á alltaf eitthvað í handraðanum að grípa til.

5. Ég er metnaðarfull og vil gera vel það sem ég geri

6. Pollyanna er uppáhaldið mitt, ef allir færu eftir hennar uppskrift af lífinu þá væru sko engin leiðindi

7. Ég ætlaði að læra hjúkrun þegar ég var unglingur en snéri við blaðinu og lærði viðskiptafræði þegar ég var orðin fullorðin.

8. Ég elska að vera með fjölskylduni og finnst ég allt of langt í burtu frá sunnan partinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Margt er líkt með skyldum. Ég ætlaði líka að læra hjúkrun eftir stúdentspróf því margar vinkvenna minna voru á leið í hjúkrunarfræði. Örlögin gripu í taumana til allrar lukku því ég er mjög óþolinmóð manneskja og það væru sennilega ekki biðlistar á sjúkrahúsum í dag ef ég hefði gerst hjúkrunarfræðingur. Enginn vildi fara á þær stofnanir þess vegna.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband