Íþróttir og skemmtun.

Um síðustu helgi var nóg um að vera hér á Akureyri. Litlir strákar spiluðu fótbolta á KA vellinum en stórir strákar og stelpur eltust við bolta á íþróttasvæði Þórs. Ég kíkti aðeins á þórssvæðið en er ekki mikill fótboltaaðdáandi þannig að ég stoppaði ekki lengi. Fór þó þangað á laugardagskvöldið og skemmti mér konunglega með systur minni og mági ásamt Eyfa bróður og mínum manni. Vélsmiðjan var svo heimsótt af okkur skötuhjúunum. Það kostaði okkur klukkutíma biðröð eftir leigubíl heim ótrúlegt hvað biðin getur verið löng. Jæja en þetta var fín helgi. Vinnan hefur verið ansi krefjandi undanfarið enda útborgun á morgunn og annríki því mikið en nú er sú törn að baki svo maður andar léttar. Á von á góðum gestum á morgunn. Litla skottið mitt kemur ásamt foreldrum sínum. Hlakka mikið til

Nóg í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Takk fyrir síðast ( á lokahófi Pollamótsins )

Rúnar Haukur Ingimarsson, 17.7.2007 kl. 20:02

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Takk sömuleiðis þetta var nú meira fjörið

Aðalheiður Magnúsdóttir, 18.7.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband