7.7.2007 | 10:13
Undarleg vika
Þá er komið að síðasta degi í þessari viku en hún er ein sú undarlegasta sem ég man eftir í mínu lífi. Skrítið hvernig fólk getur tekið völd og þóttst vera meira en annað fólk. Það er hegðun sem ég hef aldrei kunnað við. En hvað um það maður gefur nú ekki mikið fyrir þannig hegðun og vonar nú svona hálfpartinn að fólk þroskist og sjá villu síns vegar.
Ég er nú ekki mikill fótboltaunnandi en þó hefur umræðan um leik ÍA og Keflavíkur ekki farið fram hjá mér og er mér alls óskiljanlegt að menn hagi sér eins og þessi tvö lið hafa gert undanfarið og er mér þá alveg sama hvort braut af sér eftirhegðunin er til skammar fyrir báða aðila.´
Litli bróðir er í heimsókn á norðurlandinu þessa dagana og fær nú afnot af rúmi sonar míns á næturnar. það er gott að hafa hann en auðvitað sakna ég sonarins á meðan. Ég ætla að grilla handa okkur eitthvað gott í kvöld og síðan að hafa það gott á meðan Eyfi og Sigurgeir fara að horfa á fótboltaleik Ísland og Danmörk old boys í kvöld. Spurning hvað við gerum svo. Kannski hittum við Guðrúnu systur og Óla mág því þau eru hér líka á pollamóti. Ásgeir og Þóru vantar til að þetta sé fullkomið systkinasamfélag núna. Mamma fékk báða albræður sína og mágkonur til sín í gær þannig að það er fullt að gera í að hitta fólk.
Ferðasagan bíður enn betri tíma því ég er einfaldlega ekki búin að vera í stuði til að skrifa hana þessa vikuna. Á líka eftir að vinna úr myndum sem ég læt kannski fylgja með henni.
En nú ætla ég að eyða þessum degi í að vinna og segi því bara farið vel með ykkur og verið góð við hvert annað.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.