Hvar er ferðahugurinn?

Ekki veit ég hvað er að mér, bíð eftir að spenningur fyrir Thallin og Finnlandi geri vart við sig en hann er einhvern veginn ekki að gera sig. Það eru bara 22 tímar í brottför en svo sem margt að sýsla fram að þeim tíma. Helgin var góð við fórum á vorfagnað hjá kórnum og skemmtum okkur mjög vel. Fórum svo á Húsavík á sunnudaginn og fengum þar kvöldmat hangikjöt og uppstúf að hætti tengdamömmu. Klikkar aldrei.

Það er stundum skrítið hvernig atvik raðast í síðustu viku þá hringdi tengdamamma í mig í vinnuna og sagði mér að mágur minn hefði lent í vinnuslysi og fótbrotnað. Klukkutíma seinna hringdi Guðrún systir í mig og sagði mér að Þóra mágkona hefði veikst og lent á sjúkrahúsi, þetta þykir mér nú meira en nóg í bili en það er ekki stopp því um kvöldmat í dag hringdi svilkona mín og var að láta okkur vita að hennar maður (sem er mágur minn, bróðir mannsins míns) hefði fengið blóðtappa og liggur hann á sjúkrahúsi. Það er því kannski ekki skrítið að það sé ekki komin ferðahugur í mig. Báðir bræður Sigurgeirs lasnir (reyndar annar slasaður). En vonandi eru þessar hremmingar frá. Svo finnst mér alltaf vont að vera í burtu ef það eru ekki allir í lagi.

Hvað um það á morgunn verður litla (stóra) barnið mitt 18 ára, ég ætla að vera með grill fyrir okkur og mömmu og pabba áður en við höldum af stað af þessu tilefni. Það hittir alltaf þannig á þegar við erum að fara erlendis að það er farið í kringum tuttugusta. En þegar ég var komin að því að fæða hann var ég ákveðin í að hann myndi ekki fæðast þann nítjánda var viss um að þetta væri drengur og fannst ekki við hæfi að hann ætti afmæli á kvennréttindadaginn:)

Jæja haldið ekki að ég sé búin að vera með bilaða þvottavél hér í eina og hálfa viku jafn þægilegt og það er en sem betur fer kom hún úr viðgerð í dag svo drengurinn getur þvegið af sér meðan við erum í burtu. Vona bara að hann hafi líka vit á að borða eitthvað almennilegt. Kannski sér amma hans um að gefa honum eitthvað í gogginn annað slagið.

Hef þetta ekki lengra að sinni þar til næst hafið það gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð, ljósin mín og til hamingju með drenginn ykkar.

Hann Ómar minn átti afmæli í gær, varð 15 ára, og ég get sagt þér að hann er mjög stoltur og ánægður yfir að eiga afmæli á kvenréttindadeginum.

Svo verður litli Pésinn 13 ára á morgun.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 10:03

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Ég veit það Kibba mín kvennréttindadagurinn er ekki slæmur þetta var bara eitthvað sem sat í mér. Sennilega bara af því að 20. var rétti dagurinn fyrir hann. En til hamingju með prinsana báða:)

Aðalheiður Magnúsdóttir, 20.6.2007 kl. 11:30

3 identicon

Góða ferð í útlöndin og til hamingju með strákinn. :)

Kristín (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góða ferð og skemmtið ykkur vel í ferðinni.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband