16.6.2007 | 14:26
Bloggið
Mikið er leiðinlegt þegar maður er búin að skrifa heillanga blogg færslu en getur svo ekki vistað hana. Þetta kom fyrir mig hér í gærkveldi þannig að ég varð verulega fúl. En þeir sem þekkja mig vita að það nær aldrei lengra en fremst í nasirnar svo nú geri ég aðra tilraun.
Það er sem sagt búið að vera brjálað að gera síðustu viku í vinnuni unnið frá því um kl. sex á morgnana og fram á kvöld kom meira að segja ekki heim fyrr en um ellefu á miðvikudagskvöldið. Svona er þetta oftast í kringum útborganir enda alltaf mikið unnið þá. Því var það stundum á meðan ég var í skólanum og í prófatíð þá fór maður í vinnu kl sex og próf kl níu og svo beint í vinnu aftur. En nú er það brjálæði að baki.
Ég setti fullt af myndum inn á síðuna aðallega til að Halldóra gæti náð þeim myndum sem hún vildi frá síðustu helgi og mun ég því taka flestar út aftur fljótleg. Á eftir eru tónleikar hjá Karlakórnum og þar á eftir er grill og skemmtun fyrir kórmenn í Lóni. Við ætlum auðvitað að mæta þar og skemmta okkur enda fínt að hrista hópinn saman fyrir utanlandsferðina sem er alveg að bresta á. Á bara eftir að vinna í tvo daga fyrir sumarfrí..
Í dag er Háskóli Íslands að brautskrá sína kandídata í vor og þar á meðal er Kristbjörg frænka mín einnig er verið að útskrifa frá Kennaraháskóla Íslands þar held ég að bæði Elín Björg frænka og Ásta hans Gísla séu að útskrifast ég sendi hamingjuóskir á línuna og vona að dagurinn verði þeim góður.
Það eru tjaldbúar í garðinum hjá mér Þóra Björg og tvær vinkonur hennar. Ungar og ferskar stelpur að skemmta sér:)
Nú er ég farin út í sólina svo ég kveð í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ef þetta gerist þá ættir þú að getað coperað innihald færslu og byrjað á nýrri og pastað aftur inn.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 15:14
Ég er búin að ná mér í myndir :)
Takk :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 23:32
Sæl Aðalheiður
Jú, það passar. Ég útskrifaðist á laugardaginn, eins og Kibba frænka. Brjálað að gera í fjölskyldunni. Tengdadóttir hennar Olgu (unnusta Péturs) var líka að útskrifast (frá HÍ). Sem sagt, þrjár útskriftaveislur um helgina :-)
Nú er bara að njóta þess að vera laus og liðugur (amk. frá bóklestri). Hafðu það gott frænka.
Kær kveðja,
Elín Björg
Elín Björg (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 11:07
Glæsilegt hjá þér Elín Björg. Ég er nú aðeins farin að ná mér niður og get alveg sagt þér að ég hef bara lesið blöðin og svo spakmæli, vísdóm og gullkorn þessa síðustu viku. En ég fékk nokkrar þannig bækur í útskriftargjöf:)
Aðalheiður Magnúsdóttir, 18.6.2007 kl. 11:47
Hæ, hæ.
Ég hafði ekki hugmynd um tilvist þessarar síðu fyrr en núna rétt í þessu. Varð náttúrulega að kvitta. ;)
Til hamingju með útskriftina um daginn.
Kveðja; Kristín.
Kristín (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 18:31
Takk fyrir það Kristín mín
Aðalheiður Magnúsdóttir, 19.6.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.