11.6.2007 | 09:58
Helgin
Hreint út sagt frábær helgi er að baki. Það má segja að það hafi verið víða leitað fanga þessa helgina. Ég byrjaði á að vera í fríi á föstudag enda veitti svo sem ekki af því þar sem að ég þurfti bæði að undirbúa útskriftarveisluna mína og svo að hjálpa mömmu í sambandi við grillið á föstudagskvöldinu. Grillkvöldið var bara alveg frábært. Allir vel sáttir og skemmtu sér vel. Við fórum heim um miðnætti því það þýddi ekki að vera ósofin á laugardag.
Laugardagurinn rann svo auðvitað upp, fyrst þegar ég fór á fætur var klukkan 6 en þá var þvílíkt fallegt veður sofnaði nú samt aftur en fór svo á fætur um 8:30 en þá var komin dimm þoka. Þokunni létti nú samt, þannig að það kom þvílíkt fallegt veður aftur. Við vorum mætt upp í höll um 10 og hófst athöfnin kl. 10:30. Hún gekk bara vel fyrir sig þó svo að væri mjög heitt í salnum og svona. Ekki varð maður allavega var við að nokkur liði útaf eða neitt þannig. Eftir útskriftina í höllinni var farið í Stefánslund þar sem var myndataka. Ég var svo komin heim fyrir kl. 14, enda eins gott því ég átti eftir að græja ýmislegt fyrir kl. 15 þegar gestirnir mínir fóru að koma. Ég fékk fullt af góðum gestum svo ég tali nú ekki um gjafirnar, leggst yfir spakmæli og gullkorn á næstunni:) Saknaði samt Ásgeirs bróður og Þóru því þau komust ekki og eins Binna og Ágústu en það er nú alltaf þannig að ekki er hægt að vera allstaðar. Um kvöldið fórum við svo í Sjallann. Þar var flottur matur og ágæt skemmtiatriði töfruð fram af Jónu Jóns og Evu Hrund, þær eiga heiður skilið fyrir elju og dugnað við að koma þessu kvöldi á. Sigurgeir fékk vinning á lukkunr. nýjan gsm síma og úttekt í sporthéranum sem er Regatabúðin. Eftir borðhald og skemmtiatriði spilaði svo hljómsveitin Bermúda en þar sem fólki fækkaði fljótt fórum við á röltið og enduðum á Vélsmiðjunni þar sem systkini mín voru að skemmta sér. Guðný Rut, Óli, Hugrún, Árni, Marsibil og Systa takk kærlega fyrir skemmtilegt kvöld. En auðvitað söknuðum við Siggu sem hringdi þó úr blíðunni í Danmörk.
Ég tók daginn til þess að gera snemma á sunnudag var komin á fætur um 9:30 fór að ganga frá og svona. Litla skottan mín fékk líka smá athygli frá mér þarna því ég lék lítið við hana á laugardaginn. Sigurgeir var búinn að spá því að þetta yrðu þriggja daga veisluhöld og það má segja að það hafi verið nær sanni því í gær komu nokkuð margir í kaffi aftur. En það var bara gaman. Halldóra, Dúi og Aðalheiður Karen fóru ekki af stað suður fyrr en um 19:30 og Eva keyrði á Sigló um 20:30. Strax farin að sakna þeirra allra. Ég á nú kannski eftir að smella inn einhverjum myndum en í bili segi ég over and out
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Solla stiðða heiti é.. og taust og tunnale.... é lánda so að veða lííííjuuug og leita mér og sarí splitt! *hopp*
Takk fyrir okkur :) Ég verð mjög glöð að fá myndir þegar þær koma :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:43
Verð að segja að fattarinn hefur nú ekki verið að virka hjá mér var að fatta að þú værir með blogg-síðu búin að sjá þetta lengi inná msninu en en það er nú ekki hægt að fatta allt. Takk sömuleiðis fyrir gott kvöld.
Systa
Systa (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 16:14
Ekki lái ég þér Systa mín þó þú fattir ekki að maður taki upp á því að blogga á gamals aldri. Annars hef ég gert þetta í 2-3 ár.
Aðalheiður Magnúsdóttir, 13.6.2007 kl. 06:45
Til hamingju með útskriftina. Frábært.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2007 kl. 10:40
Innilegar hamingjuóskir með útskriftina frænka :-)
Kveðja úr Grindavík,
Elín Björg
Elín Björg (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 18:26
kannski gerir þú þetta nú þegar, en þegar ég get ekki vistað færslu þá afrita ég hana inn í wordskjal. Bý svo til nýtt blogg og kópera textann inn í nýja bloggið. Þannig losnar maður við að skrifa allt upp aftur eða jafnvel missa það alveg út.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.