Mikið að gera

Hef ekki gefið mér tíma til að skrifa hér inn í marga daga en það er auðvitað einfaldlega vegna þess að það hefur verið allt rauðglóandi. Ef ég hef byrjað á færslu þá hringir síminn eða einhver kemur í heimsókn. Ég er auðvitað að undirbúa útskrift á laugardag og svo ættlum við þrjú af systkynunum að borða saman á föstudagskvöldið ásamt mömmu  og pabba, okkar börnum og fylgifiskum. Einnig verða Alla Gunna, Ágúst og Silla með okkur. En Ásgeir og Þóra komast því miður ekki. Ástæða þess að við ættlum að koma saman þá er að þann 26. júní eiga gömlu hjónin gullbrúðkaup en þá verðum við eitthvað út um víðan völl systkynin, allavega verðum bæði ég og Ásgeir erlendis. 

Hér er bongóblíða að hætti norðurlands og allt útlit fyrir að svo verði áfram. Halldóra Friðný og Aðalheiður Karen komu norður í gærkveldi og nú segist sú stutta vera komin heim á Atureyri. Ég er nú loks búin að finna mér föt til að vera í við útskriftina en ég sá loksins skó í gær. Við fórum líka og versluðum okkur ný húsgögn á pallinn svo það verður hægt að vísa gestunum út á pall ef þröngt verður inni. Í dag eftir vinnu á svo að fara og versla einhver sumarblóm. Það er nú komin tími til að sinna vorverkunum af einhverju viti þannig að það verði ekki allt í órækt í garðinum eitt sumarið enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábært að heyra. Það verður fín stemmning hjá ykkur. Og til hamingju með foreldra þína. Það er visst afrek að vera saman í hálfa öld.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.6.2007 kl. 11:52

2 identicon

Til hamingju með útskriftardaginn þinn, elsku frænkan mín. Og til hamingju með mömmu þína og pabba. Ég hugsaði nú töluvert um það hvort ég ætti að bruna til þín í kaffi í dag, en niðurstaðan varð sú að fara í dýnuleiðangur fyrir  strákana mína, Pétur kvartar undan bakverkjum og það er bara ekki annað hægt en að reyna að gera eitthvað í málinu. En ég hugsa til þín.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband