2.6.2007 | 16:02
Sjómannadagurinn
Hvað er að hér á Akureyri? Þá á ég nú við í sjómannadagsráði sem hefur séð um að halda sjómannadaginn hátíðlegan í gegnum árin, í dag þá er bara fýla í mönnum og ekkert um að vera. Ég vildi ekki vera sjómannsbarn í dag sem bíður eftir því að sjómannadagurinn komi og fullt skemmtilegt að gera. Ég man þegar maður beið eftir því að þessi dagur kæmi fór í spariföt og á hátíðarhöldin með mömmu og stundum pabba ef hann var í landi. Þetta var dagur sem var haldin til heiðurs sjómönnum og sýna þeim virðingu. Kannski er búið að heiðra alla þá sem eiga það skilið ég veit það ekki. En finnst þetta ömurlegt.
Skrítin tilfinning læðist að mér núna þegar ég er að ganga frá glósunum mínum úr HA, hvernig skyldi maður höndla það að vera bara að vinna næsta vetur það verður skrítið. Fullt af tíma sem ég kem til með að geta notað i fjölskyldu og vini, yndisleg tilhugsun samt.
Hlakka til að fá skottuna mína norður í vikunni orðið langt síðan ég hef séð hana. Jæja einhver myndi segja mér að hætta þessu pári og halda áfram að taka til þannig að ég geri það . Over and out
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Athugasemdir
Er þá ekki heppilegt að sjómannadagurinn skuli bara vera á morgun? :)
En í alvöru, er engin svona "sjávarhátíð" þarna á Eyrinni fögru?
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 21:23
Nei dóttir góð hér er ekkert um að vera. Þess vegna er ég bara að skúra skrúbba og bóna svo þú komir í hreint hús þegar þú kemur í vikunni
Aðalheiður Magnúsdóttir, 3.6.2007 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.