1.6.2007 | 19:31
Síðasta prófið að baki
Jæja þá er síðasta prófið að baki og allt í höfn. Þannig að nú er að snúa sér að öðru. Í kvöld ætla ég nú samt að taka því rólega en á morgunn ættla ég að láta hendur standa fram úr ermum taka til, vinna og eitthvað skemmtilegt. Nú verður líka glósum úr skólanum pakkað niður og þær geymdar ef ske kynni að maður kíki í þær síðar. Eftir þessa önn er ég búin að sjá að mér hefði kannski gengið betur í prófunum hinar annirnar ef ég hefði ekki verið í yfir 100% vinnu með. Ég fékk 8 í eink. bæði í stjórnun og EES og 8,5 fyrir lokaritgerðina mína þannig að meðaleink. er rúmlega átta. En sem sagt þetta er í höfn allt saman
Heimir fór á Siglufjörð eftir vinnu og ættlar að vera hjá Evu sinni um helgina þannig að nú erum við bara tvö í kotinu alltaf tómlegt þegar svo er. En börnin manns eldast víst og fljúga úr hreiðrinum maður getur bara þakkað fyrir að þau eru ekki í neinu rugli og veseni.
Þá er best að sjóða sér grænmeti í kvöldamatinn og njóta þess að borða ein því Sigurgeir fór á einhverja kynningu hjá Hilt.
Kannski ég fái mér bara rauðvín með grænmetinu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.