30.5.2007 | 23:09
Prófkvíði
Hver veit hvað það er? Ég veit hvernig hann er en veit ekki af hverju hann kemur eða hvers vegna mér gengur svona illa að meðhöndla hann. Kannski þetta sé hræðsla við að gera vitleysu eða standa sig ekki. Ég er allavega farin að fá verulega oft hnút í magann núna og reikna í svefni allar nætur, verst að ég á von á einhverju óvæntu í prófinu á föstudag. Það þýðir samt ekki að láta hugfallast útskriftin mín byggir á þessu bévítans prófi sem gildir 30% af eink. áfangans.
Í dag fór ég rúnt í kvennfataverslanir Akureyrarbæjar og fyrirgefið mér fannst eitthvað lítið til af sparifatnaði fyrir konur á mínum aldri. Ætla með mömmu á morgun og reyna að finna á hana föt gaman að vita hvort það gengur betur. Er reyndar að vinna til 4 en við förum eftir það. Kannski ég panti mér bara ferð til Reykjavíkur í fataleit.
Mikið hlakka ég samt til í næstu viku þá kemur Halldóra mín norður með Aðalheiði Karen á fimmtudegi og Dúi Grímur kemur fljúgandi á eftir þeim á föstudagskvöldinu svo koma Guðrún Jóna og Óli Björn ásamt börnum, Eyjólfur kemur og kannski fleiri. jæja nú er að fara að leggja sig og dreyma Har. Eins gott að Bjarni geri sér grein fyrir því að ég er með hann á heilanum og hann heltekur undirmeðvitundina um þessar mundir held að þetta sé ómeðvitað áreiti. Punktur og pasta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
iss mamma mín... ég er dauðstressuð núna því ég er að fara að tala á fundi á eftir.. eiginlega er ég að fara að halda fund, sem vonandi verður mjög fjölmennur. Eftir hann skal ég senda þér róandi strauma ;)
Koddu svo bara í heimsókn og kíktu í Zik Zak! :) Verðum svo bara samferða norður aftur ;)
P.S. Ég ætla ekki að fara að blogga hérna þó ég hafi fengið mér innskráningarnúmer :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 11:00
Þú átt þá prófkvíðann sameiginlegan með Evu Halldóru frænku þinni. Hún hefur alltaf þjáðst af prófkvíða en á ekki í neinum vandræðum með að koma fram og leika á sviði. Hún ætlar að taka inntökupróf í nokkra leiklistarskóla í haust og vetur og finnst ekkert mál að fara í áheyrnarpróf. Já, hann er skrýtinn þessi kvíði.
Steingerður Steinarsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.