27.5.2007 | 16:23
Sól og stilla
Einhverstaðar sagði ég að veðurspáin væri þannig um helgina að maður ætti ekki á hættu að leggjast í garðvinnu. Það bregður nú hinsvegar þannig til í dag að það er hið fegursta veður sól og hiti 7-8 stig, ég á því verulega bágt með að sitja kyrr og reikna er alltaf að skreppa út á snúru eða bara aðeins að ath. hvernig blómabeðin líta út núna hvort farið sé að sjá í nabba á rósunum mínum og svona. Ef ég held áfram að reyna að pína mig hér er ég hrædd um að ég komist ekkert áfram með þessi dæmi, svo ég er að hugsa um að láta eftir mér að hjóla einn hring eða svo um hverfið og vita hvort ég læknast ekki af þessari útþrá.
Í dag er verið að ferma hjá vinafólki okkar og erum við boðin í fermingarveislu hjá þeim á morgunn. Í fyrra var líka fermt hjá þeim og þá var veislan líka daginn eftir. Þetta er að mörgu leiti bráðsniðugt. Ekki málið að fá sal og svona og líka bara minna stress á fermingardaginn sjálfann.
Spurning hvort ég skrepp suður einn dag í næstu eða þarnæstu viku og bruðla aðeins á eftir að fá mér einhver föt og svona. Ætla nú samt að skoða hér fyrst en oftar en ekki finnst mér ég ekki fá föt hér í bæ. Þetta er svolítið skrítið því nóg er af búðum. Hef varla tíma til að sauma mér dress fyrir útskrift því eins og venjulega þá eru fyrstu tvær vikur mánaðar mjög annasamar í vinnuni. Það er nú samt aldrei að vita hvað mér dettur í hug.
Mig er farið að kítla verulega í fingurnar af löngun til að gera handavinnu og föndur. Búin að taka fram mynd sem ég var byrjuð að sauma áður en ég fór í skólann. Hún bíður samt fram yfir 1. júní eins garnið og prjónarnir sem fóru með í síðustu suðurferð. Ég var farin að sofna í bílnum um leið og við komum út fyrir bæjarmörkin þannig að ég tók upp á því að prjóna á leiðinni frekar en sofa. Þ.e. þegar ég keyri ekki sjálf. Í svona ferðum hef ég prjónað peysur á Aðalheiði Karen og fl.
Jæja nú eru augnlokin farin að síga svo ég ætla að sækja súrefni í lungun og hjóla einn hring.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.