25.5.2007 | 22:41
Þvottavélin
Nú malar þvottavélin hægt og hljótt. Enginn leki og engin óhljóð þvílíkur munur. Takk elsku pabbi. Það var nú svo sem ekki að spyrja að því Maggi Lór mætti hér strax eftir fréttir og skipti um dæluna fyrir dóttur sína þ.e hann setti þá nýju í Sigurgeir var búinn að rífa hina úr. Gamli beið svo þar til ég var búin að setja í vélina og hún búin að þvo í nokkra stund áður en hann fór aftur heim vildi greinilega að þetta virkaði. Eins gott að ég hélt lífi í blómunum hans á meðan hann var í Grindavík um daginn. Jæja best að gera eitthvað af viti núna. Þar til næst bara verum góð við hvert annað og brosum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.