25.5.2007 | 19:47
Raus
Nú er ég komin á að það hafi verið rétt að hætta við Hríseyjarferðina það er örugglega mikið betra að leggjast í sjónvarpssófan með rauðvínsglas eða eitthvað annað ámóta gott og gera ekki neitt. Er nú samt alveg að leggjast í þetta strax. Ætla mér að gera einhverja bragarbót á heimilinu þó ekki væri nema að ryksuga og þurrka af.
Hér fyrir nokkrum bloggum síðan sagði ég að ég myndi ekki fara meira í skóla. Ekki veit ég hvað er að mér. Sá auglýsingu um aukið fjarnám frá HÍ og fór auðvitað að skoða hvað væri í boði. Það er svo sem ýmislegt en ég er samt ekki búin að sækja um neitt og ætla mér ekki að gera það núna, en ef ég sæi einhvern spennandi stjórnunarkúrs gæti ég alveg trúað því upp á sjálfa mig að slá til.
Er búin að pæla svolítið í Aðgerðarrannsóknunum og held að ég eigi nú alveg að hafa þetta. Ætla nú samt að reikna það sem ég get um helgina.
Eitthvað er að bilast í hausnum á mér ég er búin að vera að leita að stjórnarsáttmálanum á netinu en finn hann ekki, hef aldrei verið mikið fyrir pólitík en nú vil ég endilega lesa þetta plagg. Ef þið vitið um slóð á sáttmálann lesendur góðir þá væri vel þegið að fá hana. Kannski ég hafi fengið meiri áhuga á þessari tík sem pólitíkin er eftir vinnuna við ritgerðina mína.
Samviskubitið er alveg farið yfir eyðslunni á snyrtistofunni í gær svo er Kristbjörgu eðalfrænku minni að þakka. Hún hefur alltaf getað peppað mig upp þó langt virðist stundum á milli okkar.
Það er pínu skrítið að vera farin að vinna aftur held að ég hafi rétt verið búin að ná því að ég var ekki í vinnuni heldur bara skóla þegar skólinn var að mestu búin og vinnan byrjuð aftur. Nú ætla ég að horfa á kastljós og hella á kaffi handa pabba sem var að koma inn um dyrnar.
Over and out.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2643 dössovel mamma mín :)
Halldóra (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:46
Eða þú getur smellt hér
;)
Halldóra (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.