24.5.2007 | 22:31
Ýmislegt
Ég er nú ekki vön því að bruðla mikið í sjálfa mig en ákvað fyrir prófin að ef ég næði átta í prófunum og ritgerðini þ.e. í þeim fögum sem ég var í eftir áramót þá myndi ég sko fara í smá snyrtistofu ævintýri. Þetta gerði ég í dag eftir vinnu og viti menn ég lét dekra við mig pína mig og gera mig fína í tvo klukkutíma lá ég á bekknum hjá yndislegum snyrtifræðingi, fékk nett áfall þegar ég vissi hvað þetta dekur kostaði en Vísað rann nú samt ljúft í gegn. Myndi nú samt fljótt verða blönk ef ég gerði þetta einu sinni í mánuði. Er samt ekki komin með gevineglur á það eftir:) ef ég fæ sjö eða yfir í har þá splæsi ég í það:) mætti álíta að ég hefði dottið á höfuðið. En ég er búin að ákveða að ég útskrifist bara einu sinni úr Háskólanum og því þá ekki að leyfa sér að njóta þess að gera sig fína fyrir það.
Sigurgeir flaug suður í kvöld og kemur ekki norður aftur fyrr en á mánudagskvöldið. Þannig að ég verð grasekkja þessa hvítasunnuhelgi. Ætla mér líka að læra aðgerðarrannsóknirnar þessa daga og svo þarf ég að ákveða hvernig ég ætla að hafa útskriftina það er ef þetta tekst allt saman. Það er skíta veðurspá svo ég freistast ekki til að fara í garðvinnu það er á hreinu. Annars var Sigurgeir ekki að fara neina skemmtiferð suður hann er í Grindavík að smíða fyrir Guðrúnu Jónu og Óla Björn, hefði alveg viljað fara líka og hitta systur mína og mág og svo Eyfa bróður líka. Þau koma nú samt væntanlega norður í júní:)
Ég er búin að dobbla pabba til að setja nýja dælu í þvottavélina fyrir mig á morgunn svo ég geti nú þvegið fötin mín hér heima. Vonandi tekst honum það.
Það átti að fara út í Hrísey á morgunn úr vinnuni hjá mér en því hefur verið frestað í annað sinn vegna veðurs enda hríðarspá fyrir helgina. Mér varð nú á að spyrja hvort menn ættu ekki kuldagalla. Þetta kætir þá sem stunda skíði. Ásgeir bróðir kemur norður með Erlu á morgunn til að vera á skíðum og Þóra Björg er komin hingað kom í dag hún er nú reyndar á skíðaþjálfara námskeiði sem haldið er hér um helgina. Erla verður aftur á móti við æfingar ásamt fleiri skíðakrökkum. Jæja nú er ég hætt þessu og farin að sofa hugsa að ég fari samt ekki í leikfimi aftur fyrr en í næstu viku. Er búin að vera hálf léleg í bakinu síðan ég fór á mánudaginn hef sennilega gert æfingu sem ég þoli ekki.
Góða nótt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
You're worth it!!!
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.