21.5.2007 | 10:09
Helgin
Ný vinnuvika er hafin með nýjum áherslum. Vaknaði sem sagt fyrir sex í morgunn og dreif mig í ræktina. Verð að koma þessum þjálfunar málum mínum í lag. Skrapp heim og hengdi út þvott áður en ég fór í vinnuna. Gott mál. Verst að ég þori ekki að þvo meira því þvottavélinn míglekur dælan er víst ónýt. Jæja hvað um það ég á eitthvað af hreinum fötum svo þetta sleppur til. Helgin sem var að líða var nú bara ljúf og góð. Tengdó komu í bæinn og fóru með mér á tónleika Karlakórsins á laugardagskvöldið. Tónleikarnir tókust mjög vel og var Glerárkirkja full af tónleikagestum, tónleikarnir skiptust í þrennt fyrst voru hefðbundin karlakóralög síðan kom drengjakór og söng nokkur lög og í endann söng kórinn nokkur lög úr prógrammi sem þeir hafa verið að æfa með lögum sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng. Eftir tónleikana fór ég með Sigurgeir upp í Lón þar sem drengjakórnum var boðið í pizzu, en það er svo sem viðtekin venja að koma saman eftir tónleika og pústa aðeins. Við keyrðum tengdó reyndar heim áður en við fórum upp í Lón (var nú samt búin að búa um þau og svoleiðis þannig að þetta tók ekki langa stund).
Í gær var svo brugðið út af venjunni og eldaður matur í hádeginu. Við buðum líka systur tendamömmu og hennar manni í mat með okkur. Það er nú ekki svo oft sem tengdó koma inn á Akureyri. Ég held að allir hafi verið ánægðir þannig að þá er ég ánægð:)
Heimir var alla helgina að gera bílinn sinn fínann búinn að massa í lakkskemmdir og bóna hann allan hátt og lágt. Gaman að sjá árangurinn. Gat nú samt ekki annað en hlegið þegar hann hafði orð á að nú skildi hann að pabba sínum þætti gott að fá hjálp þegar hann væri að bóna.
Jæja nú er best að vinna það sem eftir lifir dags og fara svo heim að læra
Over and out
Heiða
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Blessuð Heiða.
Það er nú kominn tími á að ég segi eitt tvö orð hérna hjá þér. Hér á Egs gengur allt vel, ég er í sumarfríi núna og ég væri nú alveg til í að hafa aðeins betra veður,,,hér bara rignir höglum og dropum til skiptis. En ég fer nú ekkert að vinna fyrr en í kringum 10 júní þannig að ég bara krossa alla putta svo ég fái að sjá smá sól í fríinu.
Hafðu það gott ljúfan*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:15
Þvílík afköst. Þú ert sannkallaður forkur kona.
Steingerður Steinarsdóttir, 24.5.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.