Dagurinn í dag

Dagurinn í dag er kannski góður til að ljúka verkum. Allavega þá er nú loks búið að taka ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Þannig að nú er nóg að gera hjá fréttamönnum í að veiða blessaða stjórnmálamennina. Það verður fróðlegt að sjá hvort  Geir og Ingibjörg Sólrún geti komið sér saman. Seinnihluta kosningarbaráttunar hefur varla heyrst minnst á ESB en það er nú samt ofarlega á lista samfylkingarmanna að sækja um aðild þar og sækja um að taka upp Evru. Sjálfstæðismenn hafa verið alfarið á móti því. Sjáum hvað setur með það.

Annað verk og auðvitað eitthvað sem kemur bara mér og mínum við var klárað í dag, Sigurgeir og Heimir náðu sem sagt asparhniðjunum sem eftur voru á lóðinni hér í burtu svo nú get ég farið að planta í holurnar (gæti nú hæglega sett tjarnir í götin) ætla að láta fylgja þessu bloggi myndir af þeim feðgum við þetta verk.

Seinnipartinn horfði ég á svarta reykjarsúlu stíga upp frá Krossanessvæðinu og viti menn hjartað í mér sló hraðar mér verður alltaf illt þegar eldur er einhverstaðar minnug þess að fyrir tæpum 30 árum lenti pabbi í bruna í Krossanesi. Það er ekki fögur sjón þegar fólk fær djúp brunasár. Jæja en í þessu tilviki var eldur í dekkja og rusla hrúgu sem Hringrás er með þarna á svæðinu. Við brugðum okkur í bíltúr að skoða þetta bál og kolsvartann reykinn sem skreið út með firðinum en lagðist ekki yfir bæinn eins og sagði í kvöldfréttum. Kannski fór hann samt inn til fólks í Hlíðinni. Jæja ætla að hætta þessu bulli en læt myndirnar fylgja hér með. Hér er líka ein af Heimi þar sem hann er að fara á rúntinn með Evu sinni. Cool

DSCF3109DSCF3114DSCF3092


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband