Hjólum

Í morgunn fór ég á porsinum í vinnuna (fyrir þá sem ekki vita þá er porsin reiðhjólið mitt) Hjólaði sem sagt í hálfgerðri slyddu þangað var löngu hætt að sjá þegar ég kom í vinnuna því það vantar rúðuþurrkur á gleraugun í svona veðri. Auðvitað vann ég svo í allan dag og hjólaði svo heim í sólskyni en það er nú samt ekki hlýtt algjört glugga veður. Þar sem ég var líka að vinna seinnipartinn í gær þá lærði ég nú ekki mikið í þessum blessuðu aðgerðarrannsóknum verð því að taka mig til í andlitinu í kvöld svo ég klúðri þessu nú ekki endanlega. Sigurgeir fer á kóræfingu svo ég verð örugglega ekki trufluð:) Heimir fer í sitt síðasta próf á þessari önn á morgunn svo nú fara allar námsbækur á þessu heimili að fara í kassa. Það verður fróðlegt að frétta í kvöld hvort það er búið að ákveða endanlega hvert utanlandsferðin í júní verður en eins og ég var búin að segja frá þá stóð til að karlakórinn færi til Thaillin og Pétursborgar en nú er verið að breyta á síðustu stundu því það er einhver ófriður þarna á milli svo það er ekki talið vænlegt að fara frá Thallin til Pétursborgar. Mamma og pabbi skruppu til Grindavíkur í dag. Gamli ætlar að smíða eitthvað í bátinn hjá Óla og svo á hann 50 ára útskriftarafmæli úr vélskólanum og af því tilefni ætla gamlir bekkjarfélagar að koma saman. Gaman að þessu. Vonandi á ég nú eftir að skreppa og knúsa skotturnar mínar bæði þá stóru og litlu seinna í mánuðinum eða allavega um mánaðarmótin. Dúi Grímur er á sýningu eða námskeiði á vegum R. Sigmundssonar þessa dagana þannig að þær mæðgur eru einar heima þessa dagana. Jæja ætla ekki að rausa meira í dag. Farin að sjóða graut handa körlunum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sendi þér samúðarkveðjur úr sólinni hér fyrir sunnan og gangi þér vel í prófinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.5.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband