13.5.2007 | 13:50
Vorið
Yndislegur tími vorið. Var að koma inn frá því að hreinsa beðin í garðinum, þó frekar sé nú kalt hér á norðurlandi í dag þá skín sól þannig að þetta er fallegur dagur. Nú getur maður líka sagt skilið við blessuðu pólitísku hugsanirnar í bili og svona svo það sé á hreinu þá tek ég ábyrga afstöðu í kjörklefanum þó ég kjósi nú stundum frekar eftir mönnum en flokkum. Samt má ég til með að segja eitt þrátt fyrir allá þá umræðu sem átt hefur sér stað til að rakka Framsóknarflokkinn niður þá eru stjórnarandstöðu flokkarnir strax farnir að biðla til hans. Hvað er að þeim eiginlega? Kristbjörg mín það að enimena er að nota þuluna ugla sat á kvisti sat á grein og missti, eða úllen dúllen doff kikki lani koff koffilani bykki bani úllen dúllen doff. Mannstu ekki eftir þessu svo varð alltaf einn úr þar til aðeins einn var eftir og vann. Ég notaði samt ekki þessa aðferð í kjörklefanum
Nú er ég að hugsa um að skreppa út að hjóla áður en ég fer að læra fyrir Hagnýtar aðgerðarrannsóknir sem ég þarf að taka próf í 1. júní. Þarf súrefni fyrir þann lærdóm.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það að enimena er ekki verri aðferð en hver önnur í kjörklefanum.
Steingerður Steinarsdóttir, 14.5.2007 kl. 11:33
Rétt hjá þér því þessar elskur fara allir sömuleið þegar þeir hafa fengið atkvæðin okkar
Aðalheiður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.