8.5.2007 | 23:41
Þá er komið að því
Á morgunn byrja ég aftur að vinna. Námsleyfinu lokið og lífið fellur í gamla farveginn. Ég mætti reyndar á starfsmanna fund í dag svona til að hita aðeins upp. Ég kem til með að vinna til 20. júní en þá fer ég tvær vikur í sumarfrí. Á nú reyndar eftir að taka eitt próf (allavega) sem er 1. júní. Það er pínu skrítin tilfinning akkúrat núna að ætla ekki í skóla aftur í haust. En það er margt spennandi frammundan svo mér á nú ekki eftir að leiðast. Einn draum á ég og það er að fara til Kristínar frænku í Ameríku (reyndar var hún búin að tala um að við Kristbjörg kæmum út til hennar 2009 eða 2010 til að fagna 50 ára afmælum okkar). Aldrei að vita nema maður eigi eftir að fara fyrir þann tíma. Jæja ég er farin að horfa í kross svo það er best að fara í bólið svo maður vakni nú í vinnuna fyrsta daginn eftir svona langt frí.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.