Vonandi næst síðasta prófið

Þá er komið að því próf í þekkingarstjórnun kl. 14 í dag og stór hnútur orðin fastur í mínum maga. Ég spyr mig oft í gegnu próflestur og streð á ég að fara til læknis og fá róandi í þessa daga sem ég sef illa stressast upp og gleymi öllu sem ég les. Myndi ég muna hlutina ef ég væri á róandi. Jæja ég hef ekki látið verða af þessu einfaldlega vegna þess að mér er illa við lif. Sumir hafa sagt mér að gera þetta þvi það hafi ekki áhrif á annað en að ég slaki á. Þá vil ég nú samt frekar hlusta á ljúfu lögin í Ipodinum mínum sem ég reyndar get ekki haft með mér í prófið. Ipodinn inniheldur ljúfa tónlist með: Út í vorið, Óskari Péturssyni, Ellý og Vilhjálmi og fl. þvílíku ljúfmeti. Ekki meira um prófa spennu því nú fer líka að koma að því að ég fer að vinna aftur reikna með að byrja á miðvikudaginn. Mér finnst reyndar stutt síðan ég fór í námsleyfi þó svo að það séu að verða 7 mánuðir. Ég ætla að enda þennan pistil með ljóði vikunar af síðunni hans Skúla (ég er ekki vön að stela en hann finnur bara svo góð ljóð)  Þetta kvæði segir margt ekki satt. Tökum svo lífinu fagnandi og þökkum fyrir allt það góða sem í því býr, við megum ekki alltaf telja sjálfsagt að lífið sé dans á rósum.

Lífið.
Lífið er ögrun - takstu á við hana!
Lífið er gjöf - þiggðu hana!
Lífið er ævintýri - njóttu þess!
Lífið er sorg - yfirstígðu hana!
Lífið er harmleikur - horfstu í augu við hann!
Lífið er leikur - taktu þátt í honum!
Lífið er leyndardómur - afhjúpaðu hann!
Lífið er söngur - láttu hann hljóma!
Lífið er tækifæri - gríptu það!
Lífið er ferð - farðu hana á enda!
Lífið er regnbogi - hafðu upp á honum!
Lífið er andstreymi - bjóddu því birginn!
Lífið er markmið - náðu því!
Lífið er ráðgáta - leystu hana!
Lífið er hátíð - njóttu hennar!
Lífið er lexía - lærðu á hana!
Lífið er Ást - breiddu faðminn á móti henni!
( Aussie )

Svo eru allir góðir straumar velþegnir í prófinu í dag.Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Skal svo sannarlega hugsa til þín og senda þér alla þá hugarorku sem ég get. Verst að ég er eiginlega mjög lítið businessminded og með afbrigðum óglögg á tölur. En gangi þér vel. Þú mátt endilega útskýra fyrir mér þetta með frænkurnar. Ég er líka lítill ættfræðingur. Gummi biður kærlega að heilsa þér. kv. SS.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.5.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband