Blekking

Það er fyrsta orðið sem mér kemur í hug þegar ég geri upp prófið í EES sem ég var að koma úr. Skrítin tilfinning þegar maður þykist hafa verið búin að undirbúa sig vel og svo koma bara allt önnur sjónarhorn á prófinu en maður hafði reiknað með, en hvað um það  ekki þýðir að gefast upp. Verst ef þarf að lesa þett allt upp aftur. Núna er ég aftur á móti að byrja að lesa fyrir próf í þekkingarstjórnun sem er bæði mjög spennandi fag og skemmtilegt. Vonandi gengur það próf líka betur.  Eyjólfur bróðir er að koma norður í kvöld það verður gott að hitta hann karlinn og faðma aðeins. Hann er nú reyndar á einhverju öðru trippi en að hitt systur sína en það kemur nú bara allt í ljós. Ég heyrði í nöfnu minni í gærkveldi þegar hún var að taka upp pakkann frá okkur hún var auðvitað himinsæl þegar innihaldið kom í ljós og neitaði svo að fara í pössun til ömmu sinnar Huldu í morgunn nema að hafa með sér nýju sængina.Smile  Þessi stelpa dýrkar stubbanaGrin

 

IMG_1348IMG_1349IMG_1350

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Yndisleg lítil stubba.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.5.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Þakka þér fyrir það. En annað ég ætla að bjóða þig sérstaklega velkomna í frænkugerið hér því allur kvennkosturinn i bloggurunum hér á rætur að rekja í sömu ættina. Það getur verið að þú hafir verið búin að uppgötva það en samt sem áður velkomin. Bið svo að heilsa Guðmundi mínum gamla skólabróður, vini og nágranna

Aðalheiður Magnúsdóttir, 6.5.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband