2.5.2007 | 09:07
Hver segir að lærdómnum ljúki?
Ég heyri oft núna að þetta sé alveg að verða búið og ég segi já og ekki meiri skóli. En viti menn þetta er auðvitað kolrangt því við erum alltaf að læra. Það er kannski satt að ég er ekki á leið í meira nám næsta haust nema þá að ég er ákveðin í að fara á námskeið í allaveg vinnslu ljósmynda og vídeómynda ætla að koma mér upp forriti til að klippa myndbönd og gera heilar myndir úr þeim. Svo langar mig á annað útskurðarnámskeið Einu sinni var ég líka búin að segja að ég ætlaði að fara að læra að mála þegar ég yrði búin með Háskólann spurning hvað maður gerir í því. Með allar þessar hugsanir á málshátturinn sem ég fékk um páskana vel við en hann er svona: Enginn er of gamall gott að læra.
En nú er að hætta að slóra og lesa undir próf er alveg orðin rugluð í öllu þessu EES, ESB, EBE og EFTA, eigum við að vera með eða ekki eru til fleiri góðir molar en við erum búin að ná okkur í og hversu slæmir eru slæmu molarnir, guð ég ætla að leyfa stjórnmálamönnunum að finna út úr því
Þar til næst over and out
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Meira hvað þú ert dugleg að blogga. En það er rétt hjá þér erum við ekki alltaf að læra meira og meira. En ósköp verður þetta ljúft, en ég segi nú bara hvað á maður að gera af sér næsta vetur, ætli manni takist ekki að finna upp á einhverju. Bara að kvitta og láta vita að ég les bloggið þitt öðru hvoru.
Marsibil (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:49
Gaman að vita af þér
heyrumst síðar í dag
Aðalheiður Magnúsdóttir, 3.5.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.