1.5.2007 | 10:11
1. maí
Á þessum degi minnist ég nánast alltaf einum að mínum uppáhalds frændum í barnæsku. Maðurinn sá hét Vigfús Einarsson og var hann bróðir afa míns í móðuætt. Dugnaðar forkur af Snæfellsnesinu. Hann var svo harður verkalýðssinni eða eigum við að segja kommi að hann fór í 1. maí göngu einu sinni sem oftar í rauðum regnstakk með rauða regnhlíf og í rauðum stígvélum. Ég man að þegar ég var unglingur var þetta rætt við hann í einu dagblaðana sennilega Þjóðviljanum því auðvitað var þetta mjög sérstakt. Hann Fúsi minn var líka alveg einstakur. Ég læt fylgja hér með ljóð sem er að finna í ljóðabókinni Þræðir, sem hann gaf út. Gekk svo með um landið og seldi.
Fátækt
Eg finn að eg er fátækt barn.´
Eg finn, eg veit, eg skil,-
að eg á ekkert, ekkert
í eigu minni til.
Þetta er reyndar bara fyrsta erindið af fjórum en allavega þá mátti hann ekkert aumt sjá.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku frænkan mín, en hvað það er ánægjulegt að þú skulir minnast hans góða, góða, uppáhaldsfrænda okkar beggja á þessum degi, sem er líka svo sterkt tengdur honum í mínum huga. Vigfús frændi okkar var algjörlega yndislegur maður sem mér mun alltaf þykja mjög vænt um og aldrei gleyma þó nú séu liðin rúmlega 33 ár frá því hann dó. Ég sé hann í anda skellihlæjandi með tárin lekandi niður kinnarnar. Hann var góður og hlýr.
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 09:25
Ekki spurning
Aðalheiður Magnúsdóttir, 3.5.2007 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.