Búin að skila

Þá er búið að skila lokaritgerðini. Skrítin tilfinning það. En nú er að snúa sér að próflestri því þau eru víst að skella á. Það væri nú ljúft að vera búin að þessu öllu en það eru þrjú próf og þá er Viðskiptafræðin frá. Svo tekur vinnan við 8. mai.  Halldóra Friðný og Aðalheiður Karen flugu suður í morgunn þannig að ég sé þær sjálfsagt ekki fyrr en við útskrift. Nema ég fari suður og versli mér útskriftardress fyrr Smile

Þær mæðgur skruppu með Heimi og Evu austur á Húsavík í gær, Heimir var að sýna ömmu og afa nýja bílinn alsæll með hann.

Halldóra þarf líka alltaf að fara til þeirra þegar hún kemur norður og vonandi helst það þannig. Gott þegar börnin manns hugsa vel um ömmur og afa. Hún hefur líka alltaf haft svo miklar taugar austur hefði helst viljað kaupa Garð af ömmu sinni og afa þegar þau fluttu úr Kelduhverfinu inn á Húsavík. Hún á örugglega eftir að heimsækja sveitina sína í öllum sumarfríumCool

jæja nú er best að hætta að slóra og reyna að læra smá. Set hér inn nokkrar myndir síðan um helgina Það var nú ekki dónalegt að vera á pallinum hjá ömmu og afa.

Fyrst er hún að lita fína mynd

handa ömmu

IMG_1301IMG_1293IMG_1299Sæta mín á pallinum með sólgleraugu sem hún vill svo að dúkkan noti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband