Ömmu Heiðu skott sár lasin

Ég var ekki nema nýbúin að segja hér að þær mæðgur kæmu norður á föstudag þegar ég frétti að Aðalheiður Karen væri komin með bullandi hita aftur. Mín var drifin til læknis kl. 21:30 í kvöld og sagði læknirinn að það kæmi í ljós á næstu tveim dögum hvort hún fengi lungnabólgu eða yrði frísk. Það er sem sagt farið að heyrast í öðru lunganu þó ekki sé komin lungnabólga svo nú er að krossa fingur um að hún nái sér þetta skinn. Ég er allt of langt í burtu þegar eitthvað kemur uppá. Allavega finnst mér það. jæja en nú er ég búin með benzínið í dag. Góða nótt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, litla ljósið. Ég vona að henni takist að bíta þetta af sér. Annars er Ómar minn, unglingurinn, búinn að vera lasinn í lungunum síðan ég veit ekki hvað, tveir mánuðir eru það víst. Hann fékk lungnabólgu í lok febrúar, svo bronkítis og er búinn að gleypa ógrynni af lyfjum og pústi, er enn að hósta og kvartaði yfir því í gærkvöldi að honum væri svo illt í lungunum. Þetta er agalegt.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 07:33

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Sæl frænka já það er ótrúlegt hvað það eru margir búnir að fá lungnabólgu núna undanfarið.  Man bara ekki eftir öðru eins. Mamma fékk lungnabólgu úti Guðrún systir fékk eitthvað sem þeir kalla kalt lunga er eithvert lungnabólgu afbrigði og þar fyrir bara fullt af fólki sem ég veit um.

Heyrumst fljótlega ætla að reyna að muna að hringja til Kristínar á sunnudaginn

Ertu ekki farin að safna fyrir ferðini 2009 eða 2010?

Aðalheiður Magnúsdóttir, 26.4.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband