Allt á fullu

Þetta er stutt samsuða á lífinu þessa daga. Heimir er búinn að kaupa bíl náði í eðalvagn í Reykjavík eða réttara sagt þá var það Binni mágur sem skoðaði bílinn og verslaði fyrir drenginn. Fyndið að með þessari aðgerð fór bíll í fyrsta skipti á mitt nafn. það má ekki setja bíl á nafn unglings undir 18 ára aldri svo ég er skráð fyrir bílnum í bili. Halldóra og Aðalheiður Karen ætla svo að koma norður á bílnum á föstudag þannig að þá verður gleði hjá Heimi og okkur hinum. Fá þær mæðgur yfir helgi og nýi bíllinn kemst til eigandans. Ég hitti leiðbeinandann minn í gær og sit nú sveitt við að lagfæra það sem hann benti mér á, vonandi hefst þetta allt á morgunn:) Því ég fer í fyrsta prófið sem er í Evrópu áfanganum frá EFTA til EES , 4 maí og það er gríðarlega mikið lesefni þar. Svo er prófið í stjórnun 7. maí. Reikna svo með að byrja að vinna 8. maí þarf reyndar að taka próf í HAR um mánaðarmótin maí júní en það hlýtur allt að blessast. Jæja hætt að slóra og farin að laga ritgerðina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband