Farin

Jæja þá er búið að senda ritgerðina til leiðbeinanda. Fæ hana vonandi fljótt til baka svo ég geti lagað það sem hann kemur fram með.

Fórum annars út að keyra seinni partinn í dag keyrðum meðal annars út fyrir Krossanes í þvílikt dýrðlegu veðri og þvílíkt útsýni, gengum aðeins um og vorum í náttúruvímu það er svo fallegt að sjá yfir Eyjafjörð spegilsléttann í sólskyni, fjallahringurinn hvítur þvílík dýrð. Sótt Heimi svo í vinnuna og ákváðum að fara og fá okkur að borða einhversstaðar. Byrjuðum á að fara á Strikið þar var lokað fórum þá í Lindina leist ekki á þann stað sóðalegt og óaðlaðandi í alla staði enduðum á Plaza og fengum okkur þar ágætis saltfiskrétt, nema Heimir hann fékk sér Pizzu.

Þegar við komum til baka biðu okkar þær fréttir að Bragi pabbi hennar Þorbjargar hefði látist kl. 13 í dag. Það er ekki langur tími á milli þeirra hjóna en Magnea konan hans lést fyrir einum þremur árum að mig minnir. Sóma hjón sem fluttu frá Sandgerði norður í Garð i Kelduhverfi þegar Þorbjörg og Jón voru þar.

Látum þetta gott heita í bili

Góða nótt 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl aftur Aðalheiður

Ég var að velta því fyrir mér hvort að Bragi og Magnea (þá kölluð Magga) eigi líka börn sem heita Hlynur og Helga Þyri. Ég vissi að þau fluttu norður og held að þetta hljóti að vera þau hin sömu.

Föðurfólkið mitt er úr Sandgerði og þegar ég kom þangað lék ég mér stundum við þau systkin.

Með kveðju,

Elín Björg

Elín Björg Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

já þetta eru einmitt þau elsta dóttir þeirra heitir þorbjörg og er svilkona mín Helgu Þyrí og Hlyn þekki ég mjög vel, Helga Þyrí býr hér á Akureyri og er í iðjuþjálfa námi í HA en Hlynur býr austur í Kelduhverfi í Garði þaðan er maðurinn minn og eins einmitt Þorbjargar maður. Skrítið hvað heimurinn er lítill

Kveðja Aðalheiður

Aðalheiður Magnúsdóttir, 23.4.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband