Gleði

Jæja nú brosi ég út í annað búin að senda hjálparkokkunum mínum lokaverkefnið til yfirlestrar, á þó eftir að fara yfir heimildarskrána áður en ég sendi á leiðbeinandann minn í síðustu krítiseringu vonandi þarf ég ekki að laga mikið. krossa fingur á mánudag. Heimir er enn að leita sér að bíl vona að þetta fari að hafast hjá honum og hann sinni þá lærdómnum betur. Nú ættla ég að fara og setja tærnar upp í loft. Kannski horfa á eina mynd með körlunum mínum og fara svo að sofa.

Þar til næst

farið vel með ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frænka

Ákvað nú að kvitta fyrir komunni á síðuna. Er í svipuðum sporum. Var í þessum töluðu orðum að senda inn lokaverkefnið mitt við KHÍ til leiðsagnarkennarans. Það hefur annars verið þannig að þegar ég hef verið að fara á límingunum eins og ónefnd frænka þá er ótrúlega róandi að skoða bloggsíðurnar hjá frændfólkinu og sjá hvað verið er að sýsla á þeim bæjum. Það er að minnsta kosti ekki tími til að fara í heimsókn. Því miður. 

En, eins og hjá þér og Kibbu, þá er þessu bráðum lokið og hægt að fara að eiga sér líf. Pjúff.  

Gangi þér vel á síðustu metrunum og njóttu lífsins þegar þessu er lokið.

Kær kveðja,

Elín Björg, Grindavík 

Elín Björg (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Gaman að heyra frá þér Elín Björg og eins það að þú skulir líka að vera að klára núna. Við fljótum á sterkum genum og höfum þetta allar:) þá fer maður líka að geta sinnt fólkinu sínu gaman að því

Bestu kveðjur

Aðalheiður

Aðalheiður Magnúsdóttir, 22.4.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband