19.4.2007 | 12:18
Sól, sól skýn á mig
Gleðilegt sumar
Þvílíkt dýrðarveður sól, stilla og við frostmark. Allir kátir á Andrés Andar leikunum í fjallinu. Færið örugglega betra en mörg undanfarin ár. Þau eiga það líka öll skilið sem eru þarna uppfrá. Ég læt mér nægja að horfa upp í fjall, er enn að skrifa. Srifa eyða og eitthvað svona skemmtilegt. En þetta er að taka enda.
Fékk yndislegt gullkorn hérna um daginn læt það fylgja núna
Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af,heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir.
Eigið góðan dag í blíðu og stríðu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.