Síðasti fyrirlestur vetrarins

Jæja þá er síðasti fyrirlestur vetrarins á lokum og vonandi sá síðast í þessu námi mínu. Lofa engu um að það sé sá síðasti á námsferlinum því sumir þurfa alltaf að uppfæra sjálfa sig. Ég er ein af þeim. Hef líka mikin áhuga á að læra meira um stjórnun og kannski kemur að því síðar að kafa dýpra í þessi mál. Í dag er aftur orðið vetrarlegt á Akureyri snjór yfir öllu og virkar ekki neitt vorlegt en það er svo sem í lagi því það er síðasti vetrardagur. Ætti nú samt kannski að ath. hvernig aumingja laukarnir mínir hafa það í garðinum, læt það samt bíða enn um sinn. Heimir minn leitar og leitar að bíl til kaups en ekkert er fundið enn. Hringdi áðan til að ath með verð á prentun á lokaritgerðini minni það er um 15-20þúsund eftir því hvað maður tekur mörg eintök. Best að hætta að slóra og klára ritverkið svo ég geti látið prenta í næstu viku og skilað á réttum tíma:) Gleymdi samt að segja frá því að ég fór á fund með Ragnari Arnalds og Þorvaldi Gylfasyni í hádeginu í gær þeir eru snillingar báðir tveir. Fundurinn var um Evrópumál og þeir á sín hvorri skoðunini þar. Bara gaman að þessuCool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband