Ljóð vikunar

Hamingjan
er ekki spurning um velgengni
eða veraldlegar eignir.

Hún er hugarfarslegt ástand
sem er sprottið af því að meta það
sem við höfum, í stað þess að vera í vanlíðan
yfir því sem við höfum ekki.

Þetta er svo einfalt - samt svo erfitt
fyrir mannshugann að skilja.

Óþekktur höfundur.

Enn og aftur nýtti ég mér heimasíðu frænda míns og stal ljóði, þvílíkt fallegt og í raun ástæða fyrir folk að hugsa um í kapphlaupinu um veraldlegu gæðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Þetta er svo satt. Takk fyrir hvern dag sem við höfum . Ég er að springa úr hamingju (þótt ég sé 56, trúið þið því '??') og eigi ekki digra sjóði annað en minn eigin líkama. Ég er svo þakklát fyrir börnin mín, barnabörnin mín og fjölskylduna mína alla og vini. Lífið er frábært. hafðu það gott frænka mín.

Guðrún Olga Clausen, 17.4.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Bara svo að þið misskiljið mig ekki þá ég meinti þetta "trúið þið því"  ekki þannig að ég væri svo  ungleg heldur að ég væri hamingjusöm þrátt fyirr að ég væri orðin si svona gömul. Annars er maður bara jafn gamall og manni líður. Ég er enn rokkari í anda og finnst æðislega gaman að vera til. Nema hvað?? Lífið er til þess að lifa því og vera glaður ef maður mögulega getur.

Guðrún Olga Clausen, 17.4.2007 kl. 21:20

3 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Þetta er svo satt. Takk fyrir hvern dag sem við höfum . Ég er að springa úr hamingju (þótt ég sé 56, trúið þið því '??') og eigi ekki digra sjóði annað en minn eigin líkama. Ég er svo þakklát fyrir börnin mín, barnabörnin mín og fjölskylduna mína alla og vini. Lífið er frábært. hafðu það gott frænka mín.

Guðrún Olga Clausen, 17.4.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband