12.4.2007 | 11:50
Heilsubrestur á síðasta sprettinum
Sit hér og reyni að gera eitthvað af viti í ritgerðinni minni. Hitti Inga Rúnar í morgunn, hann var búinn að lesa yfir það sem komið var kom með nokkrar ábendingar. Gott það því nú ætti ég að geta kýlt á loka hnykkinn á þessu verki. Er full af kvefi, hæsi, hálsbólgu, hausverk og beinverkjum lifi á Íbúfeni og panódil en finnst það lítið virka. Vona að þetta gangi hratt yfir má ekkert vera að svona aumingjaskap. Ég verð aldrei veik því ég fæ ekki hita og er ekki með hann, held að það væri betra að fá bara hita og klára þetta heldur en að vera hitalaus og segja því nei nei ég er ekki veik bara slöpp og neita að liggja í bælinu. Jæja hætt að vorkenna sjálfri mér og frarin að skoða ábendingarnar;)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.