Heima er best

Já þannig er það, heima er best. Ég er svo heppin að mér líður óendanlega vel heima hjá mér. Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að hafa ekki litlu fjölskylduna í borgini hér líka. En enga væmni ég er sem sagt komin heim heilu og höldnu. Eftir að við lentum í hundleiðinlegri færð alla leið norður í gær. Vorum á nýum sumardekkjum þannig að það bjargaðist en það var snjór og hríð frá því í Borgarnesi og alla leið norður. Frá Reykjavík og í Borgarnes var ausandi rigning sem sagt algjör viðbjóður að keyra. Við ekki komin á leiðarenda fyrr en kl. 2 í nótt:( En parketið er komið á í Safamýrinni og eins er fataskápurinn kominn upp nýjar grindur í hinn skápinn og svo búið að græja þetta allt að mestu. Þegar gamla parketið var rifið af vöru ein 2 eða 3 lög af gólfefnum undir sem sagt alltaf verið lagt á það sem fyrir var. Ömurlegt þegar fólk gerir svona. En við brosum bara nú er þetta fínt. Heimir fór á Sigló í gær á bíl ömmu sinnar ætlar að koma heim aftur í dag en ég er ekki viss um að það verði hægt því bíllinn er á sumardekkjum og hálka alla leið. Sjáum hvað finnst út úr því En nú verð ég að halda mig við lærdóminn því ég tók ekki upp bók í gær og kveikti ekki heldur á tölvu þannig að nú er allt í mínus.

Vetrar kveðja að norðan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Mikið er ég sammála þér með   að heima sé best. Ég þarf alveg að passa mig á að gróa ekki föst við heimili mitt og draga mig út úr öllu nema vinnunni. Það er gott að vera heima en ekki hollt að límast fastur þar.

Guðrún Olga Clausen, 10.4.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband