3.4.2007 | 14:41
Sumir dagar
Það er misskemmtilegt sem kemur uppá hjá manni. Áðan var ég við það að brenna ofan að mér íbúðina (slapp fyrir horn) kveikti undir hamsatólg sem ég ættlaði nú bara rétt að velgja, gleymdi henni á helluni og kom fram þegar allt var orðið fullt af reyk en þetta slapp nú allt fyrir horn. Engin slasaður og ekkert skemmt nema dregillinn í þvottahúsinu og kannski potturinn. Mamma og pabbi komu frá Kanarý í morgunn og eru bara nokkuð spræk eftir ferðina. Heimir minn skrapp á Siglufjörð að hitta Evu sína, þau vilja nú ekki sjá af hvort öðru of lengi. Fór á hjólinu niður í ráðhús í morgunn sko meira að segja kl. rúmlega 8 tók tvö viðtöl og hjólaði síðan heim. Ánægð með það en finn nú samt að þolið þarf að fá æfingu núna. Fór í nudd í gær og gerði merka uppgötvun þar, er svo stíf í öklunum að það getur hæglega orsakað verkina í mjöðm og nára. Kannski er það rótin að öllum mínum nára meiðslum að ég missteig mig mjög illa fyrir einum 10 árum Allavega þá er það möguleiki. Vonandi fer ég að geta lokað viðtalahringnum á þó eftir tvö mjög mikilvæg viðtöl annað fæ ég vonandi á morgunn og hitt strax 11. apríl. Jæja nóg komið í bili þarf að hugsa um ritgerðina mína áður en ég fer í Viðskipti við Kína.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú ert nú meiri dugnaðarforkurinn. Gangi þér vel með þetta allt.
Bið að heilsa mömmu þinni og pabba og Sigurgeiri auðvitað líka, hlakka til að sjá þig, vonandi í sumar
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.