Kunnum við að meta þetta?

Kærleiksgjöf.


Hann gleður ei neinn þessi óður sem aldrei var kveðinn.

Og ástin sem gleymdist að sýna þér visnar og deyr.

En gefirðu af kærleik, mun sérhverri bæn sem er beðin

í blómagarð almættis plantað sem ilmandi reyr.

Við skulum þess vegna vanda það vel sem við gerum.

Hvert vinarhót þakka og gjalda með hlýju hvert orð.

Við skulum muna að ábyrgð á öllu við berum

sem okkur er boðið að njóta við skaparans borð.



Ingibjörg Bjarnadóttir
Gnúpufelli

Stal þessu nú reyndar af heimasíðu Skúla einum af mínum mætu föðurbræðrumSmile

 http://www.simnet.is/lorenzson/index.php

hjá honum er alltaf eitthvað fallegt að finna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband