Húsgögn

Hver er réttur neytend? Getum við látið bjóða okkur hvað sem er?  Hér ættla ég að opinbera smá hrakfarir í sófakaupum. Reyndar er það systir mín sem keypti sér tvo mjög fallega sófa. Hún fékk sófana auðvitað heim og samansetta enda dýrir sófar. Mjög fallegt sett eins og maður segir en eftir stutta notkun fer að bera á því að annar sófinn er aðeins skakkur. Ég benti henni á þetta en hún vildi nú ekki trúa stóru systur þá. En þó kom að því að mark var tekið á mér

 sófi 5Enda má augljóslega sjá þetta hér Bæði hallar stólbakið vinstamegin lengra niður en hægra megin og svo geta menn séð skekkjuna hægramegin bæði hvað grindin virðist vera hærri og bilið sem kemur á milli skammelsins hægra og vinstra megin. Sem sagt sófinn er meingallaður búið að kvarta og verslunin lét senda eftir sófanum og fór með hann í einhverja athugun. Hann sendur aftur heim til systur minnar en hann er nánast alveg eins. Til að gera langa sögu stutta þá var aftur kvartað og nú í verslunarstjóran.  Því miður hefur hann sennilega hvorki þroska né kunnáttu til að taka á svona málum því hann svaraði með dónaskap og lygum (allavega þá ber sá sem átti að hafa gefið honum skýrslu um gallan á sófanum af sér þau orð sem þessi ljúfi verslunarstjóri tjáði systur minni að hann hefði sagt). Ég ættla ekki að hafa þau orð eftir. En það er spurning hvort fólk sættir sig við að kaupa sér 200.000 kr hlut sem er gallaður án þess að fá honum skipt ef fram kemur slíkur galli.  Þetta mál á nú vonandi eftir að fara lengra því menn eiga ekki að taka hverju sem er. Kannski hefði verið betra að sófarnir hefðu ekki verið staðgreiddir því þá hefði verið hægt að stöðva greiðslur en því er ekki til að dreifa í þessu tilfelli.  Eitt er víst að Það er stór hópur fólks í kringum eigendur sófans og þeir munu ekki leggja leið sína til þessarar húsgagnaverslunar. Maður vill ekki eyða stórpening í húsgögn sem ekki er tekin ábyrgð á að séu ekki bara einnota. Jæja nóg um þetta, nema þið getið fengið upplýsingar um hvaða verslun þetta er ef þið eruð í húsgagnaleit og takið ekki séns á svona þjónustu.

Nú styttist í að gamla settið komi heim búin að sóla sig á Kanarý í heilan mánuð, það verður gaman að vita hvort pabbi er svartur miðað við mömmu sem lá jú í rúminu hátt í tvær vikur. Nú verð ég að hætta að slóra og fara að skrifa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hafðu samband við Neytendasamtökin þau aðstoða í svona málum  sími:545-1200

Þóra Guðmundsdóttir, 31.3.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband