29.3.2007 | 23:26
Sjúkket
Í hvað er ég nú búin að koma mér. Var að koma heima af leiðtoganámskeiðinu sem breytist í framkomu og ræðunámskeið í dag. Mjög gaman:) En samt er ég í bobba því annað kvöld er seinasti hlutinn og þá þarf maður að halda ræðu, það að koma fram er ekki mín deild. Ef ég væri forstjóri jafnvel prestur myndi ég kannski semja ræðurnar en ég myndi alltaf fá einhvern annan til að flytja þær. Hef ekki glóru um hvernig ég ættla að tækla þetta. Fer því með hnút í maganum að sofa og vona að mig dreymi hvernig ég geri þetta.
Góða nótt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.